Stofnandi Sansa er Þórður Már Gylfason, eða Doddi Gylfa eins og hann er jafnan kallaður. Hér er hann við matseldina. Ljósm. kgk.

Fyrirtækið Sansa hefur starfsemi á Akranesi í október

Undirbúningur fyrir opnun fyrirtækisins Sansa á Akranesi er nú í fullum gangi. Stofnandi þess er Þórður Már Gylfason, eða Doddi Gylfa, eins og hann er jafnan kallaður. Mun fyrirtækið sérhæfa sig í því að útbúa heimilismat fyrir þá sem vilja nýta sér slíka þjónustu. Starfar Sansa í anda þjónustu sem margir kannast e.t.v. við undir merkjum Eldum rétt. Fólk getur pantað heimilismat hjá Sansa og fær þá hráefni í hverri viku fyrir þrjá rétti sem og uppskriftir til að elda eftir.

Í þessari viku er unnið að eldun þeirra rétta sem í boði verða, ljósmyndun og gerð kynningarefnis. Ítarlega er sagt frá Sansa í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir