Bjarney Sól Tómasdóttir. Ljósm. Ungfrú Ísland.

Fjórar stúlkur af Vesturlandi keppa í Ungfrú Ísland

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í Hörpu í Reykjavík laugardagskvöldið 26. ágúst næstkomandi. Í nýjasta tölublaði Skessuhorns var rætt við Úrsúlu Hönnu Karlsdóttur frá Hrafnkelsstöðum á Mýrum, en hún er einn keppenda að þessu sinni.

Úrsúla er þó langt því frá að vera eini fulltrúi Vestlendinga í Ungfrú Ísland, því auk hennar munu þrjár aðrar stúlkur af Vesturlandi stíga á svið á lokakvöldi keppninnar. Það eru þær Bjarney Sól Tómasdóttir frá Hofsstöðum í Stafholtstungum í Borgarfirði og starfsmaður OK Bistro í Borgarnesi, Harpa Sif Sigurðardóttir á Hvanneyri, starfsmaður garðaþjónustunnar Sigur-garða og Svava Sjöfn Kristjánsdóttir nemi við Menntaskóla Borgarfjarðar, einnig búsett á Hvanneyri.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir