Máni og Prestur í brautinni fyrr í dag. Ljósm. Gísli Einarsson RUV.

Máni efstur ungmenna í fimmganginum

Heimsmeistaramótið íslenska hestsins er nú hafið í Hollandi. Máni Hilmarsson og Prestur úr Borgarnesi áttu góða sýningu í ungmennaflokknum í forkeppni í fimmgangi fyrr í dag. Máni og Prestur fengu 6,43 í meðaleinkunn og eru efstir inn í A úrslit í ungmennaflokki. Máni er eini íslenski keppandinn í ungmennaflokknum í þessari grein. Það er RUV.is sem greinir frá. Í öðru sæti í forkeppninni varð Sasha Sommer Danmörku á Komma fra Enighed, með 6,03 og í þriðja sæti Andrea V Thunen Noregi á Baug frá Tunguhálsi með 5,70.

Ásdís Brynja Jónssdóttir tryggði sér sæti í B úrslitum en hún og Sleipnir frá Runnum fengu 5,50 í einkunn. Ásdís býr á Íslandi en keppnir fyrir Holland á þessu móti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir