Upplýsingamiðstöð opnuð á Breiðabliki

Laugardaginn 22. júlí síðastliðinn var opnuð upplýsingamiðstöð um Snæfellsnes í félagsheimilinu á Breiðabliki á sunnanverðu Snæfellsnesi. „Að opna upplýsingamiðstöð við þennan aðal inngang inn á Snæfellsnes er gömul hugmynd. Það eru þrjár leiðir inn á Snæfellsnes og flestir okkar gesta koma þessa leið,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins í samtali við Skessuhorn. Hún bætir því við að yfir 500 gestir hafi heimsótt upplýsingamiðstöðina frá því hún var opnuð á laugardaginn var.

Verkefnið nýtur stuðnings ferðamálaráðherra og fékk styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja mánaða. „Opnun upplýsingamiðstöðvar núna er undirbúningsverkefni fyrir annað og stærra verkefni, sem er að hér verði í framtíðinni gestastofa Snæfellsness,“ segir Ragnhildur.

 

Nánar í Skessuhorni vikunnar

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira