Keyptu Laxárbakka og eru byrjuð starfsemi

Hjónin Brynjar Sigurðarson og Hekla Gunnarsdóttir festu nýverið kaup á ferðaþjónustunni að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit. „Samningarnir voru undirritaðir 20. júní og þá tókum við formlega við rekstri staðarins,“ sagði Brynjar þegar Skessuhorn hitti hann að máli á Laxárbakka í liðinni viku. „Ég hef verið bankastarfsmaður meira og minna síðan árið 2000. Mig langaði að breyta til og var farinn að líta í kringum mig eftir spennandi verkefni í nágrenni Akraness. „Ferðaþjónustan hefur alltaf togað aðeins í mig, ég er alinn upp við hana. Foreldrar mínir fóru með mig viku gamlan á Bifröst þar sem þau unnu við sumarhótelið og svo í mötuneyti skólans á veturna. Þau ráku síðan Hótel Framtíð á Djúpavogi í nokkur ár áður en leiðin lá til Egilsstaða þar sem ég fór snemma að vinna ýmis störf hjá Hótel Valaskjálf. Þannig að þetta er eitthvað í blóðinu.“

Nánar er rætt við Brynjar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir