Sækja slasaðan ferðamann að Eldborg

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út fyrir stuttu vegna konu sem slasaðist á gönguleiðinni að Eldborg á Snæfellsnesi. Er talið að hún sé um hálfa leið að fellinu og er þetta því um 1,5 km frá vegi, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Vonast er til að hægt sé að koma að flutningstæki til að auðvelda flutning. Konan er slösuð á hné og ökkla og því ógöngufær. Tveir hópar björgunarmanna eru á leið á staðinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir