Um síðustu helgi var Þóra Sif með sölubás á Prjónagleði 2017 á Blönduósi þar sem hún seldi vörur merkisins Eldborgar Kind.

Reynir að fullnýta afurðir af sauðkindinni með handverki

Nú nýverið hóf sauðfjárbóndinn Þóra Sif Kópsdóttir á Ystu-Görðum í Kolbeinsstaðahreppi að framleiða handverk undir merkinu Eldborgar Kind. Þóra Sif vinnur handverkið úr afurðum sauðkindarinnar; spinnur ull, vinnur ýmislegt úr hornunum og sútar gærur, svo eitthvað sé nefnt. Úr hornunum vinnur Þóra alls kyns hluti eins og t.d. skartgripi og lyklakippur en hún lærði að vinna úr hornunum hjá Páli og Rítu í Grenigerði, ofan við Borgarnes. „Ég hef í gegnum árin verið að viða að mér alls kyns þekkingu í hvernig megi fullnýta afurðir sauðkindarinnar í handverk. Ég hef smátt og smátt fikrað mig áfram í hinum og þessum þáttum og hef framleitt ýmislegt. Eldborgar Kind er í raun afraksturinn af öllu því sem ég hef lært. Nú er það allt komið undir einn hatt og orðið að heild með nafni og lógói,“ segir Þóra en hún vakti nokkra athygli í vetur á Snapchat fyrir framleiðslu sína. „Fylgjendum mínum á Snapchat fór nokkuð ört fjölgandi þegar ég fór að sýna þegar ég súta gærur. Margir höfðu ekki séð það gert áður og þótti fólki það nokkuð merkilegt. Nokkrir sögðu við mig að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir því hversu mikil vinna færi í hverja gæru.“

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir