Ísbúðin opnuð í Búðardal

Í síðustu viku var Ísbúðin opnuð í Búðardal. Hana reka Baldur Þórir Gíslason og Harpa Sif Ingadóttir. Í sama húsi reka þau einnig veitingastaðinn Veiðistaðinn sem þau opnuðu fyrir ári síðan. Sumaropnunartíminn er frá klukkan 12 til 21 alla daga, en bæði í tilfelli ísbúðarinnar og veitingastaðarins er fyrst og fremst gengið út frá rekstri yfir sumartímann.

Í Ísbúðinni er m.a. boðið upp á ís úr vél, sjeik, kúluís, bragðaref með tilheyrandi góðgæti og heitar og kaldar sósur. Einnig er krapvél væntanleg á staðinn ásamt íspinnum og þess má geta að ein tegund í ísborðinu er mjólkurlaus.

Líkar þetta

Fleiri fréttir