Íslendingum gengur vel á smáþjóðaleikunum

Íslendingar unnu til 12 verðlauna í gær á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í San Marino. Íslendingarnir hlutu sjö gull, eitt silfur og fjögur brons. Meðal þátttakenda á mótinu er Ágúst Júlíusson sundgarpur frá Akranesi. Hann vann til bronsverðlauna í 100 m flugsundi í gær á tímanum 55:67 sek. Inga Elín Cryer sundkona varð í 5. sæti í 100 m flugsundi á tímanum 1:03,94 mín. Liðsfélagi hennar Bryndís Rún Hansdóttir sigraði í þeirri grein á tímanum 1:01,57 sek. Öll úrslit á mótinu og veglega myndasíðu er að finna á http://isi.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir