Stapinn er nýr veitingastaður á Arnarstapa

Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýjan veitingastað á Arnarstapa sem opnaður verður um sjómannadagshelgina. Staðurinn verður rekinn af fyrirtækinu Birkisól ehf., en að því standa hjónin Helga Birkisdóttir og Ólafur Sólmundsson, sem jafnframt reka Prímus Kaffi á Hellnum. Skessuhorn hitti Helgu að máli á föstudaginn og ræddi við hana um nýja staðinn, sem hefur fengið nafnið Stapinn. Hún segir fjórar ástæður liggja að baki nafninu. „Í fyrsta lagi er staðurinn auðvitað á Arnarstapa og þar gnæfir Stapafellið yfir. Í öðru og þriðja lagi þá er Stapinn líka til í Vogum á Vatnsleysuströnd, þar sem móðurfólkið mitt bjó. Í honum býr Stapadraugurinn sem við krakkarnir lékum okkur að því að ögra þegar við vorum lítil. Sjálf ólst ég upp í Keflavík og þar var Stapinn aðal skemmtistaðurinn þegar ég var unglingur. Það kom því eiginlega ekkert annað til greina en þetta nafn,“ segir Helga og brosir.

Sjá nánar í spjalli í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira