Styttist í ferjusiglingar á Akranes

Haldinn var opinn hádegisfundur um ferðaþjónustu á Akranesi síðastliðinn föstudag. Viðstaddir voru m.a. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða og Ólafur William Hand, upplýsinga- og markaðsstjóri Eimskipa. Greindu þeir frá fyrirhuguðum ferjusiglingum Sæferða milli Akraness og Reykjavíkur í sumar.

Gunnlaugur sagði frá því að Sæferðir hefðu samið við norskt fyrirtæki um leigu á ferjunni Tedno, sem er 22,5 metra löng tvíbytna, háhraðaferja sem tekur 112 farþega í senn. Getur hún siglt á allt að 35 hnúta hraða en áætlað er að sigla henni á 25 hnútum milli Akraness og Reykjavíkur. Siglingin myndi því taka um það bil hálfa klukkustund. Ferjan var smíðuð árið 2007. Gunnlaugur fræddi fundarmenn hins vegar um að siglingastofnun Norðmanna ætti eftir að leggja blessun sína yfir leigu skipsins til Íslands. Því væri ekki útséð hvenær hægt væri að hefja siglingar milli Akraness og Reykjavíkur. Kvaðst hann vonast til þess að ferjan fengist afgreidd á næstu dögum og hægt yrði að hefja siglingar í byrjun júní.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir