Baldur bæjarstjóri og Halla hrekkjusvín eru mætt í Brákarey ásamt öllum hinum persónum Latabæjar.

Latabæjarsafn opnað í Borgarnesi

Magnús Scheving íþróttaálfur og frumkvöðull hefur ánafnað sínum gamla heimabæ, Borgarnesi, bíla- og búnaðarsafn Latabæjar. Frumsýning var á safngripum á stórsýningu sem haldin var í Brákarey á laugardaginn. Tækin vöktu verðskuldaða athygli yngri kynslóðarinnar og kannski ekki síður foreldra sem notað hafa þættina sem barnapíur svo hægt væri að ryksuga og sinna húsverkum. Bílar og búnaður hinna ýmsu persóna úr þáttunum er nú kominn í Borgarnes og verður til sýnis í húsnæði Fornbílafjelags Borgarfjarðar í Brákarey. Fastlega má gera ráð fyrir því að safnið auki til muna aðsókn í safn Fornbílafjelags Borgarfjarðar. Nú þegar sjást þess merki að leik- og grunnskólar sýna því áhuga að heimsækja safnið.

Benda má á að sími safnsins til að panta fyrir heimsóknir er 862-6223.

Líkar þetta

Fleiri fréttir