Skjáskot úr myndbandinu.

Myndband: Sjókajaknámskeið á Breiðafirði

Karoline Daae kemur frá Danmörku og er nemendi í margmiðlun. Hún tók á dögunum myndband á sjókajaknámskeiði á Breiðafirði, en námskeiði er hluti af átta mánaða háskólanámi leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis. Sjá má myndbandið hér að neðan.

„Ég elska að búa til ævintýramyndir og þegar ég heyrði af þessu námskeiði þá vissi ég samstundis að það væri eitthvað sem ég yrði að prófa. Ísland er ótrúlegt land þar sem ný sýn mætir manni á hverju horni. Þetta nám gerir manni kleift að kynnast landinu og öllu því sem það hefur upp á að bjóða. Það er mikilvægt að njóta augnabliksins og upplifa eitthvað nýtt á hverjum degi,“ segir Karoline.

„Ég átti frábæra viku með yndislegum nemendum og hæfileikaríkum kennurum. Það var spennandi að sjá hvernig námsekiði virkar og að vera hluti af þeirra félagsskap. Ég mæli með því við alla að skoða náttúruna og prófa eitthvað nýtt.“

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir