Horft yfir lóðirnar á Fitjum fyrir ofan Borgarness. Fitjar 2, lóð Björgunarsveitarinnar Brákar, er í forgrunni.

Björgunarsveitin Brák selur Pétursborg og setur stefnuna á nýbyggingu

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi samþykkti á aðalfundi sveitarinnar í síðustu viku að taka kauptilboði í Pétursborg, húsnæði félagsins í Brákarey. Kaupandinn er ekki gefinn upp að svo stöddu en samkvæmt heimildum Skessuhorns vinnur hann að því að kaupa fleiri rými í húsalengjunni Brákarbraut 18-20, sem Pétursborg tilheyrir. Þar var í áratugi húsnæði Bifreiða- og trésmiðju Borgarness (BTB) en síðustu ár hefur það verið nýtt fyrir iðnað og aðra starfsemi. Eins og fram kom í blaðinu nýverið gaf Borgarbyggð björgunarsveitinni lóðina Fitjar 2 í tilefni af 150 ára afmæli Borgarness. Lóðin er 2.000 fermetrar að stærð og er við gatnamót Snæfellsnesvegar og þjóðvegar eitt fyrir ofan þéttbýlið. Þar vill Björgunarsveitin reisa 600 fermetra húsnæði.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir