Ber afar hlýjan hug til lögreglu

Lögreglan á Vesturlandi greinir á vefsíðu sinni frá fallegu atviki sem gerðist síðastliðinn mánudag. Vegfarandi átti leið um Vesturlandsveg og kom að umferðaróhappi þar sem lögreglumenn voru við störf. Var veður vont á vettvangi, um 40 m/s í vindhviðum og lofthitinn um 3 gráður. Tók vegfarandinn eftir lögreglumanni sem var að stjórna umferð á veginum. Þótti honum líklegt að honum væri nú orðið ansi kalt á höfðinu og rétt honum því kuldahúfu út um gluggann þegar hann ók framhjá lögreglumanninum. Engin orð fóru á milli þeirra en lögreglumaðurinn tók við húfunni. „Var húfan vel nothæf, svört að lit, og sómdi sér vel á höfði lögreglumannsins,“ segir fréttinni. Verður húfunni skilað til eiganda síns í kvöld með þökkum fyrir lánið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Skógardagur í Skorradal

Á morgun, laugardaginn 23. júní, verður haldinn skógardagur í Selskógi í Skorradal. Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja máttarstólpa í skógrækt á... Lesa meira