Ætla að klifra í Akrafjalli fyrsta sumardag

Síðustu ár hafa Skagamenn klifrað í Akrafjalli á Sumardaginn fyrsta og í ár verður engin breyting á. „Við hittumst á bílastæðinu við Berjadalsánna með búlderdýnur, kaffi og góða skapið og rífum svo í berg þar til blæðir úr fingurgómum,“ segir í tilkynningu frá Klifurfélagi Akraness sem er vaxandi íþróttafélag á Akranesi með fjölda félagsmanna. Þá segir að klifrarar séu velkomnir. Þá er þess getið í smáa letrinu að fyrirvari sé gerður um þurrk á fyrsta degi sumars.

Líkar þetta

Fleiri fréttir