Snæfell sópaði Stjörnunni 3-0 í undanúrslitum og mætir Keflavík í úrslitum. Ljósm. úr safni/ sá.

(Frestað) Úrslitin hefjast í kvöld

Snæfell og Keflavík mætast í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik. Ríkjandi Íslandsmeistarar Snæfells sópuðu Stjörnunni úr undanúrslitunum með þremur sigrum gegn engum en Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitunum með því að leggja Skallagrím í oddaleik á skírdag. Það sama gildir í úrslitum og undanúrslitum, það lið sem fyrr sigrar þrjár leiki sigrar viðureignina og hampar þar með Íslandsmeistaratitlinum.

Snæfell hefur heimaleikjaréttinn í einvíginu og fyrsti leikur liðanna fer því fram í Stykkishólmi í kvöld 17. apríl, annan dag páska.

Liðin mætast síðan í Keflavík á fimmtudag, 20. apríl og aftur í Stykkishólmi sunnudaginn 23. apríl næstkomandi. Verði úrslit ekki ráðin að þremur leikjum loknum mætast liðin fjórða sinni í Keflavík miðvikudaginn 26. apríl og þurfi oddaleik til að knýja fram Íslandsmeistara mun hann fara fram í Stykkishólmi laugardaginn 29. apríl.

Líkar þetta

Fleiri fréttir