Bjarki spilaði feiknarvel á mótinu. Ljósm. kylfingur.vf.is

Bjarki sigraði á sterku amerísku háskólamóti

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson kom, sá og sigraði á Boilermaker Invitational mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu um helgina. Á Kylfingi.is segir að Bjarki, sem spilar fyrir Kent State háskólann, hafi leikið hringina þrjá á fjórum höggum undir pari og lék höggi betur en liðsfélagi hans, Josh Whalen. Á lokahringnum gerði Bjarki fá mistök, fékk þrjá skolla og fimm fugla og kom inn á 70 höggum (-2) og tryggði sér sigur í annað skiptið á háskólaferlinum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir