Frá Búðardal. Ljósm. úr safni sm.

Páskaeggjaleit í Búðardal

Klukkan 16:30 í dag hefst allsherjar páskaeggjaleit í Búðardal, en KM-þjónustan og Búðardalur.is standa fyrir henni og ætla að gefa tvö páskaegg.

Það eina sem þarf að gera til að hreppa vinninginn er að vera staddur í Búðardal kl. 16:30 í dag, föstudaginn langa og fylgjast með facebook-síðu Búðardalur.is. Þar verður bein útsending frá Búðardal og leitinn. Árvakulir og kvikir áhorfendur sem fylgjast vel með og mæta fyrstir á staðinn þar sem eggin eru hreppa þau að launum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir