Sólbakki 4 í Borgarnesi. Ljósm. glh.

Arctic Protein flytur að Sólbakka í Borgarnesi

Fyrirtækið Arctic Protein í Borgarnesi vinnur nú að því að flytja starfsemi sína frá Vallarási 7-9 að Sólbakka 4. Eðalfiskur var áður með starfsemi að Sólbakka 4 en það fyrirtæki vinnur nú að því að koma sér fyrir að Vallarási og fer því í stærra húsnæði. Arctic Protein vinnur lýsi og próteinduft úr laxaslógi sem fellur til við slátrun á eldislaxi hér á landi. Afurðirnar eru m.a. nýttar í hágæða gæludýrafóður og er hundalýsi ein af þeim afurðum sem fyrirtækið er að framleiða.

Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, sem er einn af eigendum að Arctic Protein, ganga flutningarnir vel og er stefnt að því að ræsa vélarnar fljótlega á nýja staðnum. „Við munum vinna 2-3 tonn á dag eins og við höfum gert að Vallarási,“ segir Guðmundur en tveir starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í Borgarnesi. „Húsnæðið hér að Sólbakka hentar vel og uppfyllir allar kröfur kaupenda vörunnar,“ bætir hann við.

Vegna flutninganna hefur umræða spunnist á samfélagsmiðlum um mögulega lyktarmengun frá starfseminni, en íbúðahverfi er spölkorn frá Sólbakka. Spurður um þetta segir Guðmundur að fyrirtækið kappkosti að lykt og önnur mengun verði engin frá vinnslunni. „Okkar markmið er að standa vel að málum og hafa hreint og snyrtilegt í kringum okkur. Við erum að selja afurðir okkar á kröfuharðan markað þar sem gerðar eru kröfur um gott hráefni og vandaða vinnslu.“

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira