Hér er Brimrún Eir í keppni.

Brimrún Eir tryggði sér silfur á Íslandsmeistaramóti

Íslandsmeistaramótaröðinni í klifri lauk um síðustu helgi í Klifurhúsinu í Reykjavík. Eins og áður fjölmenntu ÍA klifrarar á mótið og stóðu sig með prýði. Í unglingaflokki klifraði Brimrún Eir Óðinsdóttir fyrir ÍA. Fyrir mótið var hún í öðru sæti og þurfti því að klifra vel til að verja sitt sæti. Hún lauk keppni með 147 stigum sem nægði henni í annað sætið á mótinu á eftir Gabríelu Einarsdóttur sem hefur haldið forystu frá byrjun mótaraðarinnar. Þar með hefur Brimrún Eir tryggt Klifurfélagi ÍA annað sæti í keppni um Íslandsmeistaratitilinn og þátttökurétt á Bikarmeistaramóti Íslands sem haldið verður í apríl, en sex efstu keppendurnir fá þátttökurétt á því móti.

Brimrún Eir. Ljósm. úr safni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir