Gjaldeyrishöftin verða formlega afnumin á þriðjudag

Ríkisstjórnin, í samráði við Seðlabanka Íslands, hefur ákveðið að frá og með næsta þriðjudegi verði fjármagnshöft afnumin á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Slíkt er talið nauðsynlegt, ekki síst fyrir lífeyrissjóðina sem hafa í ljósi gríðarlegra tekna sinna, takmarkaða möguleika til fjárfestinga hér á landi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í dag, þegar ákvörðun þessi var kynnt, að þetta væru gríðarlega ánægjuleg tímamót í efnahagsuppbyggingunni frá því bankarnir urðu gjaldþrota 2008 og fjármálakrísan sem varð í kjölfarið. Samhliða afléttingu hafta er gert samkomulag við aflandskrónueigendur og skipuð nefnd sem fara á með endurskoðun peningastefnunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira