Bjarni Þór varð Íslandsmeistari í hnefaleikum

Skagamaðurinn Bjarni Þór Benediktsson úr Hnefaleikafélagi Akraness varð Íslandsmeistari í ólympískum hnefaleikum á Íslandsmótinu sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. Bjarni Þór keppti í -64 kg flokki ungmenna og bar sigurorð af Sólon Ísfeld frá hnefaleikafélaginu Æsi í úrslitaviðureigninni á sunnudag. Sú viðureign var mjög spennandi og tæknileg og fengu þeir félagar sérstaka viðurkenningu fyrir tæknilegustu viðureign mótsins. Bjarni Þór hafði yfirhöndina í upphafi viðureignarinnar en eftir því sem á leið jöfnuðust leikar. Í lok þriðju lotu var mikil spenna um niðurstöðuna en að lokum fór svo að Bjarni Þór hafði betur á klofinni ákvörðun dómara og fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.

Næsta verkefni nýkrýnds Íslandsmeistara verður Norðurlandamótið í hnefaleikum sem haldið verður í Danmörku í apríl. Þessa dagana undirbýr Bjarni Þór sig af kappi fyrir þátttöku þar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira