„Ég er bara Ronja“

Laugardaginn 11. mars næstkomandi verður leikritið um Ronju ræningjadóttur frumsýnt í Bíóhöllinni á Akranesi. Uppfærslan er gerð á vegum leiklistarklúbbs Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands. Blaðamaður Skessuhorns hitti Aldísi Eir Valgeirsdóttur í liðinni viku en hún fer með hlutverk Ronju í sýningunni. Hún segir uppsetninguna vera stóra í sniðum og að margir komi að henni með einum eða öðrum hætti. „Það eru fjögur aðalhlutverk; Ronja og fjölskylda hennar og svo Birkir Borkason sem verður vinur Ronju. Við erum mjög mörg sem tökum þátt í þessu, það eru í kringum 15 til 20 leikarar en við erum 40 til 50 sem komum að þessu á einhvern hátt og núna erum við á fullu að æfa,“ segir Aldís. Hallgrímur Ólafsson leikstýrir hópnum og Sara Hjördís Blöndal sér um búninga og sviðsmynd.

Rætt er við Aldísi Eir í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir