Áminning til Ameríku frá heimasveit Leifs Eiríkssonar

Árið 1000 sigldi héðan frá Dalabyggð Íslendingurinn Leifur Eiríksson landkönnuður í för sinni vestur um haf. Eftir viðkomu á Grænlandi hélt hann ferðinni áfram og finnur þá Ameríku. Honum varð ljóst að landið væri gríðarstórt og eitt fjölmargra annarra landa sem ættu einn sameiginlegan heim.

Það sem Leifur vissi ekki var að 1017 árum síðar væri heimurinn í vanda vegna mengunar af mannavöldum. í dag 20. janúar 2017 tekur nýr forseti við völdum í landinu sem Leifur fann. Sá heitir Donald Trump. Enn sem komið er hefur hann ekki sýnt skynsamlega hugsun í loftslagsmálum heimsins. Af þeim sökum er hér flaggað fána vinaþjóðar í hálfa stöng, í sveitinni þar sem Leifur Eiríksson fæddist og hóf sína siglingu vestur um haf.

Gert í minningu Leifs Eiríkssonar,

Svavar Garðarsson.

Netfang:Leifureiriksson@simnet.is

Fæðingarstaður Leifs Eiríkssonar:

http://www.west.is/en/inspiration/videos/file/eiriksstadir-wwweiriksstadiris-1

www.eiriksstadir.is     https://www.youtube.com/watch?v=d4NUv_78_Gk

 

Norðurljósamyndir frá heimabyggð Leifs Eiríkssonar:

https://www.flickr.com/photos/steinamatt/albums/72157649549324668

Líkar þetta

Fleiri fréttir