Fjögur ungmenni sluppu úr brennandi bíl

Eldur kviknaði í bíl rétt við bæinn Brautarholt í Dölum á sjöunda tímanum í gærkveldi. Fjögur ungmenni voru í bílnum og komust þau sjálf út þegar eldsins varð vart og sakaði ekki. Slökkvilið Dalabyggðar fór á staðinn og slökkti eldinn en bíllinn er gjörónýtur.

Þetta er annað skiptið í desember sem slökkviliðið er kallað út vegna elds í bíl, en 7. desember sl. varð bíll alelda sunnan Austurárdals í Dölum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira