Bíllinn á palli flutningabíls. Ljósm. sm.

Bíll gjörónýtur eftir eld

Slökkvilið Dalabyggðar var kallað út um hálf níu leytið í morgun ásamt lögreglu vegna elds í bíl rétt sunnan við Austurárdal í Dölum. Engin slys urðu á fólki en ökumaður, sem var á leið í próf á Akranes, komst sjálfur úr bílnum þegar eldsins varð vart. Um 30 km leið er frá Búðardal að staðnum, en björgunarteymið var mætt á svæðið tæpum 20 mínútum eftir að útkall barst. Slökkvistarf gekk hratt fyrir sig þegar á vettvang var komið en bíllinn er gjörónýtur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir