Bíllinn á palli flutningabíls. Ljósm. sm.

Bíll gjörónýtur eftir eld

Slökkvilið Dalabyggðar var kallað út um hálf níu leytið í morgun ásamt lögreglu vegna elds í bíl rétt sunnan við Austurárdal í Dölum. Engin slys urðu á fólki en ökumaður, sem var á leið í próf á Akranes, komst sjálfur úr bílnum þegar eldsins varð vart. Um 30 km leið er frá Búðardal að staðnum, en björgunarteymið var mætt á svæðið tæpum 20 mínútum eftir að útkall barst. Slökkvistarf gekk hratt fyrir sig þegar á vettvang var komið en bíllinn er gjörónýtur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira