Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmdastjóri KFÍA.

„Eigum að stefna að því að verða númer eitt á landinu“

„Ég hef alltaf verið knattspyrnulega þenkjandi og þegar ég var ung kom aldrei til greina að æfa neina aðra íþrótt en fótbolta,“ segir Hulda Birna Baldursdóttir í samtali við Skessuhorn. Hún tók við stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA 1. nóvember síðastliðinn af Haraldi Ingólfssyni, sem hafði gegnt starfinu undanfarin þrjú ár. „Ég er Skagamaður, fædd og uppalin á Akranesi og spilaði með ÍA frá því ég var 14 ára, fyrst með yngri flokkunum og síðan meistaraflokki, alveg þangað til ég fór í háskólanám tvítug að aldri,“ segir Hulda.

 

Sótti um í „einhverri rælni“

Geta má þess að þegar Hulda tók við starfi framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA á dögunum varð hún fyrsta konan í sögu félagsins til að gegna því starfi. En hvernig kom það til að hún ákvað að sækja um? „Það voru fimm eða sex sem sendu á mig auglýsinguna þar sem var starfið var auglýst, ég sá hana ekki sjálf,“ segir í hún. „Í einhverri rælni ákvað ég að senda ferilskrána á Hadda [Ingólfs] og var síðan boðuð í viðtal. Ég mætti og var síðan boðuð í annað viðtal þegar fækkað var í hópi umsækjenda og fékk að lokum starfið,“ segir Hulda og tekur fram að vel hafi verið staðið að öllu ráðningarferlinu. „Mér fannst ráðningarferlið að öllu leyti mjög faglega unnið af hálfu félagsins. Allir voru boðaðir í viðtöl, síðan skorið niður í ellefu umsækjendur og svo niður í þrjá og alltaf fengum við að vita hvernig gekk. Þetta endaði svo með því að hverjum umsækjenda var falið að gera verkefni sem átti að sýna hvernig við sæjum fyrir okkur að gera hlutina og hvernig rekstri félagsins yrði háttað undir okkar stjórn á næstunni,“ segir hún.

 

Nánar er rætt við Huldu Birnu í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir