Á bréfinu var hvorki nafn né heimilisfang en kort þess í stað. Ljósm. Steina Matt.

Frumleg áritun sendibréfs en dugði þó

Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld bóndi á Hólum í Hvammssveit fékk skemmtilega póstsendingu í lok marsmánaðar. Henni barst umslag með frumlegustu áletrun sem henni hefur borist fram til þessa. Nokkrir erlendir ferðamenn sem höfðu átt viðdvöl í sveitinni á Hólum gerðu tilraun til að senda Rebeccu og fjölskyldu póstkort án heimilisfangs. Á umslagið var þó ritað að staðsetningin væri á Íslandi og við Búðardal. Svo var teiknað upp kort og staðsetning bæjarins merkt inn á kortið og lítill texti látinn fylgja sem gaf þær upplýsingar að danska konan, viðtakandinn, ynni í verslun í Búðardal. Umslagið var póstlagt í Reykjavík en erlendu ferðamennirnir voru ekki alveg vissir um að það myndi skila sér en höfðu þó á orði að þessi áletrun á umslaginu yrði þá til að sanna að Ísland væri svalasta land á jarðríkinu og að allt væri mögulegt á Íslandi. Og þar með er það staðfest, allt er mögulegt á Íslandi, að minnsta kosti að koma póstkortum til skila með handteiknuðu staðsetningarkorti, samanber meðfylgjandi mynd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Héldu tombólu fyrir RKÍ

Þær Esther Nanna Lýðsdóttir og Þóra Birna Jónsdóttir héldu nýverið tombólu til stuðnings Rauða krossinum. „Þessar duglegu stelpur söfnuðu 9.058... Lesa meira

Reykhóladagar að baki

Hinir árlegu Reykhóladagar voru haldnir hátíðlegir dagana 24.-26. júlí síðastliðna. Dagskráin í ár var nokkuð lágstemmdari en verið hefur undanfarin... Lesa meira