
Nýjustu fréttir


Jöfnun atkvæðavægis fækkar röddum dreifðra byggða
Byggðarráð Borgarbyggðar telur að framundan sé mikið verk að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun í sátt við nærsamfélagið um land allt. Að mati ráðsins skjóti því skökku við að sett sé í forgang að fækka röddum hinna dreifðu byggða á Alþingi Íslendinga. Þetta kemur fram í umsögn ráðsins sem send verður í samráðsgátt stjórnvalda vegna áforma um…

Snæfellsbær kaupir raðhús til útleigu
Snæfellsbær hefur fest kaup á tveimur raðhúsum við Helluhól á Hellissandi. Þau eru ætluð til leigu fyrir íbúa sveitarfélagsins sem eru 60 ára og eldri. Húsin eru ný og bæði 122 fermetrar að stærð að meðtöldum innbyggðum bílskúr. Húsin eru fullbúin og standa nú íbúum til boða.

Hækka grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar
Velferðar- og fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar hefur lagt til við sveitarstjórn að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings verði hækkuð úr 241.103 krónum í 252.608 krónur eða um 4,77%. Eins og fram kemur í annarri frétt Skessuhorns hefur byggðarráð Borgarbyggðar lagt til að hliðstæð fjárhagsaðstoð í Borgarbyggð verði lækkuð í 200.000 krónur. Jafnframt kom fram að samkvæmt könnun var fjárhagsastoð…

Kynningarfundur fyrir frumkvöðla
Í þriðju viku janúar mun KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar fara í sameiginlega hringferð um landið til að halda opna kynningarfundi ásamt staðbundnum samstarfsaðilum fyrir alla sem hafa áhuga á að setja af stað verkefni í nýsköpun eða þróa viðskiptahugmynd. „Við verðum með viðburð hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri fimmtudaginn 22. janúar kl.…

Pennar seldir til stuðnings menningarhátíð
Í janúar munu heyrnarlausir sölumenn á vegum Félags heyrnarlausra heimsækja bæjarfélög á Vesturlandi og hefja sölu veglegra penna. Söfnunin er til styrktar Norrænni menningahátíð heyrnarlausra sem haldin verður á Selfossi dagana 29. júlí til 2. ágúst næstkomandi sumar. „Búist er við allt að 400 þátttakendum alls staðar af Norðurlöndunum og verða menning og listir og…

Loðnan heldur sig norður af landinu
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur undanfarna daga verið í könnun á loðnugöngum austur og norður af landinu. Meginmarkmið leiðangursins var að kortleggja útbreiðslu loðnustofnsins til undirbúnings við skipulagningu og tímasetningu á heildarmælingu stofnsins. Í frétt frá Hafrannsóknastofnun kemur fram að loðnan sé nú tiltölulega skammt á veg komin í hrygningargöngunni austur fyrir land en fremsti hlutinn…

Að viðurkenna mistök sín
Sigurður Guðmundsson

Bara ef það hentar mér?
Aníta Eir Einarsdóttir og Liv Åse Skarstad

Gleðilegt nýtt ár!
Haraldur Benediktsson

Nýártónleikar með Kór Akraneskirkju og Kalman tónlistarfélagi Akraness
Ingibjörg Ólafsdóttir

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025
Björn Snæbjörnsson




