Nýjustu fréttir

Fyrsta barnaþing Hvalfjarðarsveitar fór fram í dag – myndasyrpa

Í dag fór fram fyrsta barnaþing Hvalfjarðarsveitar í Heiðarskóla. Þingið var hluti af innleiðingu Hvalfjarðarsveitar til að verða barnvænt sveitarfélag samkvæmt viðmiðum UNICEF. Þátttakandur voru nemendur í 5. – 10. bekk skólans. Börnin unnu saman að gerð veggspjalda, tóku þátt í umræðum í málstofum, kynntu niðurstöður sínar og kusu síðan um hvaða mál þau vildu…

Skeifudagurinn er á morgun

Skeifudagurinn fer fram við hátíðlega athöfn á Sumardaginn fyrsta, 24. apríl í hestamiðstöð LbhÍ að Mið-Fossum í Andakíl. Dagskráin hefst klukkan 13 á opnunaratriði og ávarpi áður en að úrslit verða riðin í Gunnarsbikar. Að lokinni verðlaunaafhendingu verður boðið upp á sýningaratriði áður en kynning er á nemendum í Reiðmennsku III og tamningatrippum þeirra sem…

Góð aflabrögð eftir fæðingarorlofið

Það er óhætt að segja að ævintýralegur afli hafi verið hjá bátum sem réru frá Snæfellsnesi í gær þegar fæðingarorlofi þorsksins lauk. Það var sama hvaða veiðarfæri voru notuð. Dragnótarbátar voru með allt að 30 tonn og einn báturinn kastaði einu sinni og fékk 25 tonn í því eina hali. Handfærabátar voru einnig með góðan…

Tóku að sér að mála regnbogagötuna

Frá því er greint á upplýsingasíðu Snæfellsbæjar að vaskur hópur fólks úr Lionsklúbbunum í Snæfellsbæ hafi í blíðunni fyrr í vikunni mætt og byrjað að mála regnbogagötuna í Ólafsvík. Lionsklúbbarnir höfðu frumkvæði að því að endurmála götuna í samvinnu við bæjarfélagið. Verður verkinu lokið í tæka tíð fyrir Lionsþing sem haldið verður í Ólafsvík um…

Fengum Hólmara til að mæta á leiki og styðja okkur

Rætt við Gunnlaug Smárason þjálfara Snæfells í 1. deilda karla í Snæfell í Stykkishólmi spilaði í 1. deild karla í vetur í körfuboltanum en liðið endaði tímabilið í áttunda sæti deildarinnar og fór því í átta liða úrslit og spilaði leikina gegn Hamri í Hveragerði. Liðin mættust í hreinum úrslitaleik en þá datt Snæfell út…

Rekstur Akraneskaupstaðar í jafnvægi en skuldir að aukast

Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir 2024 var samþykktur af bæjarstjórn í gær og vísað til síðari umræðu sem fram fer 13. maí. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs, bæði A og B hluta með fjármagnsliðum og óreglulegum liðum, var jákvæð um 4,5 milljón króna eða nánast á pari við áætlun. Óreglulegir liðir til tekna voru m.a. arðgreiðslur frá hlutdeildarfélögunum Orkuveitu Reykjavíkur…

Sjö fengu styrk úr menningarsjóði

Á fundi menningar- og markaðsnefndar Hvalfjarðarsveitar 16. apríl sl. kom fram að alls bárust níu umsóknir í Menningarsjóð sveitarfélagsins og ákvað nefndin að styrkja alls sjö verkefni. Þau voru eftirfarandi: Sumartónleikar Hallgrímskirkju, kr. 325.000., Hrútasýning Búnaðarfélags Hvalfjarðar, kr. 175.000., Tónleikar í sundlauginni að Hlöðum, kr. 125.000., Útgáfa barnabókar eftir Brynhildi Stefánsdóttur, kr. 100.000, Menningardagskrá Hallgrímshátíðar,…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið