Nýjustu fréttir

Eldur kom upp í mannlausu húsi á Akranesi

Eldur kom upp í mannlausu húsi á Akranesi

Á tólfta tímanum í dag var Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallað út á hæsta forgangi. Mikill eldur logaði þá í húsi við Akurgerði 13, á mótum Heiðargerðis og Akurgerðis. Slökkvilið var afar fljótt á staðinn og var fljótlega ráðist til inngöngu í húsið. Í ljós kom að húsið var mannlaust, en þrátt fyrir bágt ástand…

Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi og í Borgarnesi næstu tvö kvöld

Malbikunarfyrirtækið Colas mun dagana 10.-11. ágúst vinna við malbiksviðgerðir á Vesturlandsvegi á milli Hvalfjarðarvegar og Borgarness ásamt viðgerðum innan þéttbýlisins í Borgarnesi. Unnið verður á kvöldin og nóttunni og hefjast framkvæmdir kl. 20:00 í kvöld sunnudag og á mánudagskvöld. Framkvæmdum lýkur kl. 06:00 báða morgnana. „Framkvæmdasvæðin eru stutt og verður umferð stýrt framhjá þeim. Búast…

Margir ætla að nýta flæsuna um helgina

Fram á mánudag má búast við þurru veðri um allt vestanvert landið. Bændur hafa um hríð beðið eftir þurrki til að ráðast í annan slátt. Sprettutíð hefur verið góð í sumar og víða er háarsprettan orðin betri en í fyrsta slætti. Margir bænur eru því búnir að slá af miklum móð síðan í gær og…

Mest umferðaraukning á Vesturlandi í júlí

Umferð á Vesturlandi í nýliðnum júlí jókst um 6,4% ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Vegagerðinni. Samdráttur varð á landinu öllu um 0,1% á milli mánaða á sama tíma og munar þar mestu um 5,8% samdrátt sem varð í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum jókst…

Víkingur Ólafsvík mætir Gróttu í undanúrslitum bikarkeppninnar

Víkingur Ólafsvík mætir Gróttu í undanúrslitum Fótbolti.net bikarsins í knattspyrnu. Leikurinn verður 20. september á heimavelli Gróttu, Vivaldivellinum, á Seltjarnarnesi. Hinn undanúrslitaleikurinn verður viðureign Tindastóls og Kormáks/Hvatar og fer hann fram á Sauðárkróki. Dregið var í undanúrslitaleikina í gær. Lið Víkings Ólafsvík og Gróttu spila bæði í annarri deildinni í knattspyrnu og mættust í níundu…

Sex hundruð unglingar á nýju knattspyrnumóti um helgina

Gatorademótið, nýtt knattspyrnumót fyrir 13–14 ára drengi og stúlkur, hófst klukkan 11 í dag á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. Knattspyrnufélag ÍA heldur mótið með stuðningi Ölgerðarinnar. Þátttakendur eru tæplega 600 talsins. Spilað er á fimm völlum í dag, morgun en mótinu lýkur svo á sunnudaginn með úrslitaleikjum. Í fyrstu leikjum mótsins í dag tóku…

Kjörstjórn gerir tillögu að fyrirkomulagi sameiningarkosninga

Sameiginleg kjörstjórn Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur lagt fram tillögur til sveitarfélaganna um framkvæmd íbúakosninga þar sem ræðst hvort sveitarfélögin Borgarbyggð og Skorradalshreppur sameinist. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna lagði til í skilabréfi sínu til sveitarstjórnanna að atkvæðagreiðsla um sameininguna yrði á tímabilinu 5.-20. september nk. Í framhaldinu var skipuð sameiginleg kjörstjórn sem nú, eins og áður…

Nýjasta blaðið