Nýjustu fréttir

Frábær sigur hjá UMFG

Kvennalið Ungmennafélags Grundarfjarðar í blaki tók á móti liði Sindra frá Höfn í Hornafirði í íþróttahúsi Grundarfjarðar í gær. Þó svo að gestirnir hafi skorað fyrsta stigið í fyrstu hrinunni þá náðu heimakonur fljótt yfirhöndinni og voru með góða forystu alla hrinuna. Þær sigruðu hana að lokum 25-18 og komust því í 1-0 í leiknum.…

Loftlínum fækkað í Reykhólahreppi

Stærstur hluti raflína í Reykhólahreppi er nú kominn í jörð. Í vetur var aftengd loftlína frá Bjarkalundi að Djúpadal. Sú lína var liðlega 10 kílómetrar með heimtaugum að Kinnarstöðum og Gröf. Auk þess var aftengdur sæstrengur yfir Þorskafjörð, rúmlega 1,5 km. Fram kemur á vef Reykhólahrepps að í stað þessarar línu var tengdur jarðstrengur sem…

Tíundi sigur Skagamanna í röð

Breiðablik og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var spilað í Smáranum í Kópavogi. Fyrir leik voru Skagamenn í toppsætinu með 28 stig eftir níu sigurleiki í röð en Blikar í því sjöunda með 16 stig eftir tap á móti Sindra í síðustu umferð. Jafnræði var með liðunum fyrstu sex…

Ísland fer á Evrópumótið í körfubolta í haust

Það var þéttsetinn bekkurinn í Laugardalshöllinni í gærkveldi þegar karlalandslið Íslands í körfubolta tók á mót Tyrklandi í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta, sem haldið verður í haust. Áhorfendur fóru að streyma inn í höllina um tveimur tímum fyrir leik og myndaðist góð stemning, þá sérstaklega þegar leikmenn Íslands tóku öll völd í leiknum þegar…

Sindri Karl setti nýtt met

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram um liðna helgi en keppnin er ein af hápunktum innanhússtímabilsins. Flest af fremsta frjálsíþróttafólki landsins keppir í sínum greinum og ávallt má búast við bætingum og að ný met verði slegin. Hlauparinn Sindri Karl Sigurjónsson úr UMSB tók þátt í 3000 metra hlaupi karla en Sindri setti met…

Stórsigur hjá Kára en naumt tap Víkings

Önnur umferðin í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu fór fram um helgina og voru Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík bæði að spila. ÍH og Kári mættust í riðli 3 á föstudagskvöldið og var leikurinn í Skessunni í Hafnarfirði. Ein deild er á milli þessara liða á Íslandsmótinu í sumar, Kári spilar í 2.…

Formgalli og mælimastur auglýst að nýju

Vegna formgalla í fyrri auglýsingu ákvað sveitarstjórn Borgarbyggðar á fundi sínum 13. febrúar síðastliðinn að auglýsa að nýju tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir mælimastur á Grjóthálsi í Borgarfirði. Í skipulagsgátt má nú tillöguna að nýju og er athugasemdafrestur til og með 6. apríl nk. Deiliskipulag þetta tekur til uppsetningar á tímabundnu mælimastri til vindrannsókna. Í…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið