Nýjustu fréttir
Borgarnes dagatalið 2025 er komið út
Borgarnes dagatal Þorleifs Geirssonar prýða 13 myndir úr Borgarnesi, sem teknar eru í öllum 12 mánuðum ársins. Þetta er í 15. skipti sem það er gefið út. Dagatalið kostar 2.900 krónur en veittur er 15% afsláttur ef keypt eru fimm stykki eða fleiri. Myndirnar á dagatalinu má skoða og fá nánari upplýsingar á slóðinni: www.hvitatravel.is/dagatal…
Snæfell náði loks sigri eftir sex tapleiki í röð
KFG og Snæfell áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Gengi Snæfells hafði ekki verið gott undanfarið því þeir voru með sex töp í röð á breiðu bakinu og eflaust staðráðnir í að ná sínum fyrsta sigri eftir allan þennan tíma sem varð svo raunin…
Samráðsfundur stjórnenda í velferðarþjónustu
Nýlega tóku stjórnendur í velferðarþjónustu á Vesturlandi ákvörðun um að stofna formlegan vettvang fyrir samráð og samstarf í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. „Tilgangur reglulegra samráðsfunda er að búa til sameiginlegan vettvang velferðarsviða sveitarfélaga á Vesturlandi með það að meginmarkmiði að stuðla að aukinni farsæld íbúa svæðisins og standa vörð um hagsmuni þeirra,“ segir…
Skallagrímur tapaði á Meistaravöllum
Áttunda umferð 1. deild karla var spiluð í gær vegna landsleiks Íslands gegn Ítalíu í kvöld. Skallagrímur heimsótti KV í Vesturbænum en fyrir leikinn voru Skallagrímsmenn með sex stig eftir sjö leiki en KV var með átta stig eftir sjö leiki. Skallagrímur byrjaði leikinn af miklum krafti og náðu forystu snemma í leiknum sem liðið…
Hamar vann sigur á ÍA eftir framlengingu
Lið Hamars og ÍA mættust í 8. umferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Hveragerði. Liðin voru bæði í efri hluta deildarinnar, Skagamenn voru í þriðja sæti með 10 stig og Hamar þar á eftir ásamt KV og Breiðabliki með 8 stig. Skagamenn voru sterkari á fyrstu mínútunum og…
Lionsklúbbur Grundarfjarðar bauð upp á blóðsykursmælingu
Í gær bauð Lionsklúbbur Grundarfjarðar upp á blóðsykursmælingu í Kjörbúðinni í Grundarfirði. Mælingin fór fram á milli 16:00 og 18:00 þegar flestir bæjarbúar leggja leið sína í búðina. Vel var mætt og höfðu sjúkraflutningamennirnir Þorkell Máni og Tómas Freyr í nógu að snúast á meðan þeir mældu bæjarbúa. Það er afskaplega mikilvægt að fylgjast með…