Nýjustu fréttir

Verkefnið Samhugur í Borgarbyggð heldur áfram

Nú hafa íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Rauða krossinn á Vesturlandi og Borgarneskirkju, tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. Hópurinn Samhugur í Borgarbyggð safnar gjöfum, gjafakortum og peningum og er móttaka á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga við Egilsholt í Borgarnesi en einnig er hægt að leggja inn…

Nemendur FVA fóru að skoða stjörnurnar

Síðastliðið fimmtudagskvöld fóru nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í stjörnufræði með Finnboga Rögnvaldssyni, kennara sínum, í stjörnuskoðun í svölum norðanblæ upp úr átta að kveldi. Farið var sem leið lá norður fyrir Akrafjall í land Fellsenda. „Þar dró Hlynur Örn Einarsson upp forláta stjörnukíki úr pússi sínu og bauð mönnum að skoða Sjöstirnið, Júpíter…

Fánadagur í Borgarnesi

Margt var um manninn þegar Liverpool klúbbur Íslands hélt Fánadag í Borgarnesi í gær. Grillhúsið í Borgarnesi var þá skreytt að hætti sannra Liverpool stuðningsmanna og var upphitun fyrir leik Liverpool gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Mátti heyra hróp og köll úr sal, að skjávarpa Grillhúsins, þar sem menn voru að aðstoða lið Liverpool, í…

Víðtæk bilun hjá Microsoft

Notendur Microsoft á Íslandi og víðar í Evrópu, eru í vandræðum með forrit fyrirtækisins. Bilunin hefur áhrif á fjölda fyrirtækja, stofnana og heimila. Bilunin hefur áhrif á tölvupóst í gegnum Outlook og samskiptaforritið Teams, svo dæmi séu tekin. Microsoft hefur gefið út að bilun er í innviðum hjá þeim með þessum afleiðingum og að ekki…

Jólatónleikar Hljómlistarfélagsins

Hinir árlegu jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar verða haldnir í áttunda sinn sunnudaginn 8. desember nk. í Hjálmakletti í Borgarnesi. Tvennir tónleikar verða í boði; síðdegistónleikar og kvöldtónleikar. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og hinir síðari kl. 20:00. Hljómsveit leikur og syngur ásamt góðum gestum. Aðalgestur er enginn annar en Stefán Hilmarsson sem flestir þekkja meðal annars…

Ósáttir með stöðu Skógarstrandarvegar

Á fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar Sveitarfélagsins Stykkishólms þriðjudaginn 19. nóvember sl. voru samgöngumál innan sveitarfélagsins tekin til umræðu. Þar skoraði nefndin á innviðaráðherra, Vegagerðina, þingmenn Norðvesturkjördæmis og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að leggjast á eitt um að færa framkvæmdir á um Snæfellsnesveg 54 um Skógarströnd framar á samgönguáætlun. „Það er í raun ótækt að þessi…

Hafa áhyggjur af vetrarþjónustu

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag fór fram umræða um vetrarþjónustu Vegagerðinnar á Vesturlandi og í Borgarbyggð. Farið var yfir samskipti framkvæmdastjóra sveitarfélaga á Vesturlandi um málefnið og erindi þeirra til Vegagerðinnar. Fram kemur í fundargerð að byggðarráð hafi verulegar áhyggjur af því að kostnaðaraðhald í vetrarþjónustu af hálfu Vegagerðarinnar bitni á þjónustu í sveitarfélaginu…

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið