Borgarbyggð
BorgarbyggðListviðburðir - menning
til

Voces Thules – tónleikar á Söguloftinu

Sögusvið tónleikanna er Sturlungaöldin. Skyggnst verður inn í hugarheim, trúarlíf og draumfarir fólks á tímum ósættis og stríðsátaka þar sem Örlygsstaðabardagi er í forgrunni. Meginhluti af efni tónleikanna er fengið úr Sturlungu, en auk þess verða fluttir þættir úr Þorlákstíðum og öðrum íslenskum miðaldahandritum, erindum úr Eddukvæðum ásamt vísum úr Rímum af Þórði Kakala eftir Gísla Konráðsson.

Vefsíða viðburðar