Akranes
AkranesListviðburðir - menning
til

upplestur úr Sólstöfum, sögunni um Frey og Gerði

Jóhanna G. Harðardóttir, blaðamaður og rithöfundur kemur í Pennan Eymundsson á Akranesi og les upp úr bókinni Sólstafir og kynnir söguna fyrir viðstöddum. Þar er sögð hin forna ástarsaga um frjósemisguðinn Frey og jötnameyna Gerði sem er tákn sólarinnar í hans augum. Sagan er sótt í sagnaarf Eddukvæða og bregður birtu á fornu jól um sólstöður og gleðina við upprisu sólarinnar.