Akranes
AkranesListviðburðir - menning

Tónleikar til styrktar Hallgrímskirkju í Saurbæ.

Kór Akraneskirkju heldur styrktartónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Á efnisskránni verður mestmegnis íslensk kórtónlist af veraldlegum og andlegum toga. Kórinn heldur í söngferðalag til Austurríkis og Þýskalands í byrjun júní og má segja að þessir tónleikar marki upphaf þeirrar ferðar. Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnar Sæmundsson. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Ekki er hægt að taka kort.