Borgarbyggð
BorgarbyggðÍþróttir - útivist

Ræktunarsýning Vesturlands 2017

Hrossaræktarsamband Vesturlands stendur fyrir sýningu í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi, laugardaginn 25. mars klukkan 20. Á sýningunni verður m.a. kynning á ræktunarbúum, afkvæmasýningar ásamt úrvali af stóðhestum og hryssum af svæðinu. Jafnframt koma fram nokkrir þeirra stóðhesta sem Hrossaræktarsamband Vesturlands mun hafa til afnota næsta sumar. Allt áhugafólk um ræktun og hestamennsku er hvatt til að taka daginn frá.