Borgarbyggð
BorgarbyggðTrúar- og kirkjustarf
til

Nýársmessa í Stafholtskirkju

Á nýju ári komum við saman í Stafholti til að kveðja jólin og fagna nýju ári. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur. Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi á prestssetrinu að messu lokinni.