Borgarbyggð
BorgarbyggðFræðsla og félagsstarf
til

Íbúafundur vegna Unglingalandsmóts UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 28. júlí – 1. ágúst 2016.

Íbúafundinum er ætlað að upplýsa íbúana um þá þætti unglingalandsmótsins sem munu koma til að hafa áhrif á daglegt líf íbúanna meðan á móti stendur.

Seinast var unglingalandsmót í Borgarnesi 2010 og voru keppendur þá 1.700 og með aðstandendum voru um 13.000 manns voru í Borgarnesi mótsdagana. Er því um mikla lyftistöng að ræða fyrir samfélagið allt og mikilvægt að íbúar séu vel upplýstir til að mótið geti gengið sem best fyrir sig.

Allir velkomnir.