Grundarfjörður
GrundarfjörðurSkemmtanir / samvera
til

Tónleikar með Stórsveit Snæfellsness og Samúel Jóni Samúelssyni

Stórsveitin er skipuð ungu tónlistarfólki af Snæfellsnesi. Fönkið verður í forgrunni á tónleikunum og því er Samúel Jón Samúelsson, sérstakur gestur. Hann hefur m.a. spilað með Jagúar, SJS Big Band og Hjálmum. Samúel hefur útsett lög fyrir sveitina og spilar með á tónleikunum. Þá flytur sveitin frumsamið efni sem krakkarnir hafa unnið að í vetur. Stjórnandi er Símon Karl Sigurðarson.