Borgarbyggð
BorgarbyggðSkemmtanir / samvera
til

Geirmundarballið

Þá er komið að viðburði ársins, hinu eina sanna Geirmundarballi í Þverárrétt.

Að vanda mætir Geirmundur Valtýrsson og leikur fyrir dansi langt fram á nótt og munu vera seldar heitar samlokur að hætti kvenfélagsins.

Líkt og síðustu ár kostar 2.500 kr inn og verður enginn posi á svæðinu svo mikilvægt er að muna eftir pening.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

– Kvenfélag Þverárhlíðar