
BorgarbyggðListviðburðir - menning
til
til
Auður djúpúðga – Sagan Öll
Það er hinn vinsæli rithöfundur Vilborg Davíðsdóttir sem hér stígur á stokk á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi og segir söguna alla af konunni sem á engan sinn líka í landnámssögunni. Vilborg lauk þríleik sínum um Auði djúpúðgu síðasta haust með bókinni Blóðug jörð og hafa gagnrýnendur og lesendur hlaðið verkið lofi.
Miðaverð kr. 3.500 og miðasala er á www.landnam.is