Borgarbyggð
BorgarbyggðFræðsla og félagsstarf
til

Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar

Aðalfundur félagsins verður haldinn á laugardaginn, 7. apríl og hefst kl. 13. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf; skýrsla flutt um liðið starfsár, reikningar skýrðir og bornir undir atkvæði, en gjaldkeri félagsins er Laufey Hannesdóttir. Að lokum flytur Óskar Guðmundsson formaður félagsins stutt erindi um fyrstu hrísluna -upphaf skógræktar í Reykholtsdal sem nær allt aftur til 19. aldar.