
Pylsuréttur Tinnu
- 10 stk. pylsur
- 250 g. spaghettí
- tómatsósa
- rifinn ostur
AÐFERÐ:
Spaghettíið soðið og sett í smurt, eldfast mót. Tómatsósu sprautað yfir(ekki of mikið). Pylsurnar skornar í bita og hitaðar á pönnu og síðan settar yfir spaghettíið. Rifnum osti stráð vel yfir. Bakað í ofni við 175°C í u.þ.b. 30 mínútur. Borið fram með kartöflumús.
Verði ykkur að góðu!