
Óveður einkenndi jólahátíðina í Færeyjum
Mikið óveður gekk yfir Færeyjar frá Þorláksmessu og framyfir jól. Tilkynnt hefur verið um hátt í 400 tjón á lausamunum, húsum og bílum. Veðrið var afar slæmt á öllum eyjunum og fór vindhraði sumsstaðar í 70 metra á sekúndu. Sýnu verst var veðrið á Austurey og Norðurey. Í Klakksvík, sem er á Norðurey, fuku hús, bílar, klæðningar og margt lauslegt að auki. Um tíma var lýst yfir útgöngubanni á eyjunum.