adsendar-greinar
Nemendur og starfsfólk á Teigaseli í fánalitunum. Ljósm. aðsend.

HM stemning á Teigaseli

Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hófst í Rússlandi í gær. Mótsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda leikur Ísland þar í fyrsta skipti á morgun, laugardaginn 16. júní. Má segja að sannkallað HM æði hafi gripið um sig hjá landi og þjóð. Fánalitirnir sjást víða, vinnustaðir hafa verið skreyttir og fólk gerir sér dagamun af þessu tilefni.

Leikskólinn Teigasel á Akranesi er þar engin undantekning. Í dag er þemadagur starfsfólks og nemenda. Allir voru hvattir til að mæta í fánalitunum; bláum, rauðum og hvítum. Leikskólinn var skreyttur og á borð hafa verið bornar fánakökur. Sannkölluð HM stemning!

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir