Ný íslensk Ave Maria

Ave María er nýtt íslenskt klassískt lag, tónlist eftir Alexöndru Chernyshovu sem er fædd og uppalin í Kænugarði, texti eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur leikonu og ljóð eftir Rúnar Krisjtánsson frá Skagaströnd. Alexandra tileinkar þetta lag þremur einstökum konum í lifi hennar. Þær eru Evgenia Chernyshova, Elísabet Jensdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir.
Alexandra skifaði óperunna “Skáldið og Biskupsdóttirin” við handritið Guðrúnar Ásmundsdóttir og hefur frumsýnt óperuna í konsert uppfærslu við góðar undirtekir í Hallgrímskrikju í Saurbæ, árið 2014. Þessa fallega Ave María er eitt af lögunum úr verkinu. Ef ykkur lýst vel á nýju Ave Maríuna og langar að syngja þetta lag, þá er hægt að nálgast nýju nótnabókina hennar Alexöndru – 14 lög í útsetningu fyrir rödd og píanó úr óperunni “Skáldið og Biskupsdóttirin” í Tónastöðinni, Hljóðfærahúsinu, Blóm og gjafir í Hörpu og Hofi.
Hér eru ljóð við laginu Ave Maria

Ave Maria.

Móðir Drottins míns ég þakka,
mikils verðan kærleik þinn,
þakka fyrir þína elsku,
þína elsku sem ég finn,
þakka fyrir fjársjóð gefinn,
fyrir litla drenginn minn.

Móðir Drottins, móðir varstu,
mest á jörð með kærleik þinn.
Einnig fast við brjóst þitt barstu
barn – og það var Drottinn minn!

Móðir Drottins, þér ég þakka,
þína gæsku sem ég finn,
þakka fyrir styrk og stuðning,
stóran kærleiksfaðminn þinn,
þakka fyrir fjársjóð gefinn,
fyrir litla drenginn minn.

Móðir Drottins, móðir varstu,
mest á jörð með kærleik þinn.
Einnig fast við brjóst þitt barstu
barn – og það var Drottinn minn !
Draumurinn hjá Alexöndru að sýna óperuna “Skáldið og Biskupsdóttirin” í fullri gerð á sviði Íslensku óperunnar eða Þjóðleikhúsinu. Framundan er kynning á óperunni “Skáldið og Biskupsdóttirin” í Moskvu núna í haust.
Þið getið fylgst með verkefnum Alexöndru Chernyshovu á facebook siðunni hennar: https://www.facebook.com/alexandrachernyshovasopranoiceland

 

Like me

Fleiri þættir