Góðir félagar í VG!

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Nú berast kjörseðlar í hús í forvali VG sem stendur yfir dagana 12. til 20. september. Mikilvægt er að við tökum öll þátt og og mótum sigurstranglegan lista í komandi alþingiskosningum.

Það er ánægjulegt að sjá hve margir góðir og hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér í forystusveit fyrir Vinstri græn í NV-kjördæmi og lýsir það það styrk VG í kjördæminu.

Ég leita til ykkar félaga minna eftir stuðningi um að leiða áfram framboðslista VG og mun leggja mig alla fram um að Vinstri græn nái góðum árangri í kosningunum. Að við félagarnir vinnum saman og samhent að því að halda á lofti stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í hvívetna á landsvísu. Að við vinnum öll að því að efla landsbyggðina á allan hátt.

Mín helstu baráttumál eru efling byggðar í landinu með góðri innviðauppbyggingu, styrkingu menntunar og eflingar heilbrigðisþjónustu, breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu og að starfsumhverfi landbúnaðar sé tryggt.

Tryggja þarf störf án staðsetningar út um allt land og horfa til nýsköpunar og hugvits þegar atvinnuuppbygging er annars vegar. Að við mætum gífurlegum fjölgun ferðamanna með stórauknum fjármunum til innviðauppbyggingar og umhverfismála.

Velferðarmál skipta okkur öll máli og málefni aldraðra, öryrkja og ungs fólks verða að vera í forgangi hjá nýrri ríkisstjórn.

Ég er baráttumanneskja í eðli mínu og mun nú, sem áður, taka slaginn fyrir þá sem minna mega sín og fylgja fast eftir stefnu VG í umhverfismálum og félagslegum jöfnuði.

 

Baráttukveðjur,

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður.

Fleiri aðsendar greinar