Forval VG

Bjarni Jónsson

Kæru félagar! Nú er  hafin kosning í forvali Vinstri grænna  í Norðvesturkjördæmi  fyrir komandi Alþingingiskosningar.  Ég býð mig fram  til að leiða listann í 1. sæti.

Mikilvægt er að svæðið, kjördæmið og landsbyggðin öll hafi öfluga talsmenn á Alþingi. Fólk sem sinnir kjördæminu öllu.

Ég  tel mig hafa góða reynslu af því að vinna að málum  landsbyggðarinnar bæði á héraðs- og landsvísu. Hins vegar liggur fyrir að mörgum hlutum í héraði kemur maður ekki áfram nema með því að vinna að á landsvísu og hafa áhrif á löggjöf og fjárveitingar.  Maður þarf að keyra vegina sem maður talar fyrir. Hitta fólkið sem maður ætlar að vinna fyrir til að þekkja og skapa nánd við aðstæður þess og hagsmuni. Það hef ég gert og mun svo sannarlega gera fái ég traust til að leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi.

Ég bið um  stuðning ykkar  lesendur góðir sem hafið nú forvalsseðlana á borðum ykkar.

 

Með baráttukveðjum,

Bjarni Jónsson

 

Fleiri aðsendar greinar