Nýjustu fréttir

Forsetahjónin væntanleg í heimsókn á Akranes

Í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar á þessu ári mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og frú Eliza Reid eiginkona hans koma í opinbera heimsókn á Akranes fimmtudaginn 15. desember. Tekið verður á móti forsetahjónunum við Hvalfjarðargöng og þeim fylgt í bæinn. Fyrsti áfangastaður verður aðsetur bæjarskrifstofunnar að Dalbraut 4 þar sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúar…

Starfsmannafélag Slökkviliðs Grundarfjarðar gefur eldvarnarkerfi

Starfsmannafélag Slökkviliðs Grundarfjarðar hefur um árabil staðið fyrir fjáröflun með sölu dagatala í Grundarfirði. Í ár er engin breyting þar á en fjármunirnir sem safnast hafa nær eingöngu farið í uppbyggingu á tækjum og búnaði slökkviliðsins og öðrum tengdum málefnum. Til að mynda gaf starfsmannafélagið reykskynjara til allra eldri borgara Grundarfjarðarbæjar í samstarfi við bæjaryfirvöld…

Góðir gestir í heimsókn í Grundaskóla

Í gær komu tveir „gamlir“ nemendur Grundaskóla á Akranesi í heimsókn í skólann og ræddu við nemendur og kennara. Hér voru á ferð Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson en þeir eru báðir atvinnuknattspyrnumenn hjá FC Köbenhavn í Danmörku. Þeir félagar héldu skemmtilegan fyrirlestur á sal, ræddu við nemendur um líf sitt sem atvinnumenn…

Skagamenn með tap á móti Hamri

Hamar og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Hveragerði. ÍA byrjaði betur í leiknum og komst í 2:8 en þegar leið á fyrsta leikhluta voru heimamenn komnir með tíu stiga forystu, 26:16, og við lok hans var staðan svipuð, 32:24 fyrir Hamar. Um miðjan annan leikhluta…

Kaupfélagið bauð til veislu

Það var margt um manninn í Kaupfélagi Borgfirðinga við Egilsholt i Borgarnesi í gærkvöldi, en þá var boðið upp á jólakvöld. Inni voru lifandi tónar þar sem Þóra Sif Svansdóttir söng við undirleik Halldórs Hólm. Starfsfólk í versluninni bauð upp á ilmandi vöfflur og heitt súkkulaði og ýmis jólatilboð voru um búðina. Slökkvilið Borgarbyggðar kom…

Báðir ökumenn gengu út úr sínum bílum

Lögreglunni á Vesturlandi barst útkall vegna bílslyss klukkan 15:43 í gær. Þá höfðu lent saman fólksbíll og vörubifreið á Akrafjallsvegi neðan við bæinn Vestri-Reyni. Fjölmennt lið björgunarfólks var sent á vettvang en talið var í fyrstu að um alvarlegt slys væri að ræða. Betur fór þó en á horfðist. Að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns…

Bókakynning í Snorrastofu

Snorrastofa í Reykholti býður upp á upplestur og umræður um nýútkomnar bækur í bókhlöðu stofnunarinnar miðvikudagskvöldið 14. desember kl. 20.00. Guðfinna Ragnarsdóttir mun kynna bók sína „Á vori lífsins. Minningar“. Guðfinna lýsir æskuárum sínum og ungdómsárum í menntaskóla og bregður upp myndum af mannlífi á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Guðni Ágústsson og Guðjón…

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið