Jaðarsbakkalaug lokuð í viku vegna viðhalds

Vegna árlegs viðhald verður Jaðarsbakkalaug á Akranesi lokuð laugardaginn 13. ágúst til og með föstudagsins 19. ágúst. Sundlaugin verður opnuð aftur laugardaginn 20. ágúst.

Þreksalurinn verður lokaður laugardaginn 13. ágúst og sunnudaginn 14. ágúst. Opið verður frá klukkan 7-19 mánudaginn 15. ágúst til miðvikudagsins 17. ágúst en ekki verður hægt að nota búningsklefa. Lokað fimmtudaginn 18. ágúst og föstudaginn 19. ágúst og opnað að nýju laugardaginn 20. ágúst.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira