Ferðabíllinn tekur alls 17 manns. Ljósm. reykholar.is

Blokk á hjólum á rúntinum á Reykhólum

Ferðabíll var á tjaldstæðinu við Grettislaug á Reykhólum á dögunum. Á þessum bíl ferðast 17 manns og hafa líklega ekki komið fleiri á einum bíl, að sögn Jóns Kjartanssonar umsjónarmanns tjaldstæðisins. Frá Reykhólum var för hópsins heitið vestur á Snæfellsnes.

Fram kemur á heimasíðu Reykhólahrepps að flesta daga í sumar hafi verið fullt á tjaldstæðinu á Reykhólum og sama má segja um tjaldstæðin á Miðjanesi og í Djúpadal en á þessum stöðum er afbragðs aðstaða. Um helgar hefur sú staða komið upp að ekki hafa verið nægilega margir rafmagnstenglar á tjaldstæðunum en það flokkast nú sennilega sem lúxusvandamál.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira