Sigríður og Benedikt með bókina. Ljósm. aðsend.

Talað um hesta á ensku og þýsku

Fyrir síðustu jól kom út bókin Tölum um hesta eftir hjónin á Gufuá í Borgarhreppi, Sigríði Ævarsdóttur og Benedikt Guðna Líndal. Kom bókin út á íslensku eins og lög gera ráð fyrir, enda ætluð fyrir íslenskan jólabókamarkað. Hún hefur verið vinsæl meðal hestaunnenda. Íslenski hesturinn er hins vegar ekki síst þekktur víða um heim svo ákveðið hafði verið að láta þýða verkið á ensku og þýsku, ekki síst með það í huga að Landsmót hestamanna verður dagana 3.-10. júlí á Rangárbökkum við Hellu. Það ríkti gleði í herbúðum höfundanna fyrir helgi þegar þýðingarnar bárust síðasta virka daginn fyrir mótið. Nú er því allt klárt fyrir þá erlendu hestamenn sem vilja eignast bókina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir